fyrirmynd allra:)

Ég á ekki beinlínis fyrirmynd en ég hef þó einhvern sem ég lít upp til og mér finnst eins og allir ættu að gera hið sama. Thom Yorke er aðal-fyrirmynd mín vegna þess að hann er ekki bara góður tónlistamaður og er í uppáhalds hljómsveitinni minni Radiohead. Heldur er hann einnig friðarsinni þá líka 'jarðar'friðarsinni honum þykir vænt um jörðina og það er eins og boðskapur hans segi að við skulum skila jörðina í jafn góðu ástandi og við komum að henni. Hann tók þátt í 'Do They Know It's Christmas' góðgerðarlaginu árið 2004. Hann ásamt Radiohead hafa oft spilað á 'góðgerðartónleikum' ef ég ætti að kalla það það. Fyrir td. Amnesty International og Friends of the Earth. M.a.o hefur hann unnið með Björk (lagið I've seen it all).En þessi maður hefur nú gert tilveruna all skárri hjá fólki í tónlistinni, ég er meðal þeirra. Þetta er ekki hinn týpískasti tónlistarmaður, það er eitthvað svona sérstakt við Radiohead. Mér þætti ekkert betra en að fá að hitta Thom Yorke augnlits og fá að komast að því hvað er inní honum(huganum). Hann er stórmerkilegur náungi. Og ef þið hafið ekki heyrt í Radiohead. Þá er það bara skamm og flenging. Radiohead er besta hljómsveit í heimi. Thom er besta fyrirmynd fyrir öll börn sem eru að fullorðnast. Ekkert ofbeldi. Við og okkar jörð höfum ekki efni á því. Wink

dömur og herra ég kynni Thom Yorke.

- Ólöf Eir 

400px-Thom_Yorke

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband