Fyrirmynd er eitthvað sem ég held að allir ættu að hafa í lífi sínu; ef maður hefur enga fyrirmynd þá er auðvelt að villast af réttu brautinni í lífinu en svo eru náttúrulega til fyrirmyndir sem haga sér illa. Það eiga sér öruglega allir einhverja fyrirmynd, hún þarf ekki endilega að vera opinber persóna heldur getur líka verið einhver sem er skyldur manni eða einvher sem maður þekkir. Kvikmyndastjörnur, söngvarar, fótboltamenn og fleiri opinberar persónur eru líka fyrirmyndir. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona fólk taki þetta alvarlega og hagi sér vel. Það fellst mikil ábyrgð í að vera fyrirmynd og það geta ekki allir axlað þá ábyrgð, því miður. En nóg um þetta ég er hérna til að segja ykkur fólkinu þarna úti hver er fyrirmynd mín. Fyrirmyndin mín er hann elskulegi frændi minn Ívar Örn Benediktson. Ívar er bróðir móður minnar og þar með sagt frændi minn. Hann er fæddur á því herranns ári 1978 og þá að verða þrítugur á þessu ári. Hann er þá 14 árum eldri en ég og við erum svona hálfgerð systkini eða við högum okkur allavega þannig Hann var ansi fjörugur hérna í gamladaga og æfði fótbolta. Mikill íþróttamaður hérna á ferðinni. Hann stundaði skóla af svona ágætum áhuga og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann fór á íþróttabraut afþví hann "vildi ekki fara í stærðfræði." Þau mistök ætla ég nú ekki að gera heldur velja skynsamlega. En hann útskrifaðist sem sagt úr Fjölbraut 1998 (held ég)
Svo var komið að háskóla og þá ákvað hann að fara í landafræði og kom þarna í tíma alveg eins og ég veit ekki hvað og engi hafði trú á að hann gæti þetta, drengurinn. En allt kom fyrir ekki og það svoleiðis rættist úr honum og nú er hann bara að klára doktorinn í Ísaldar-náttúru-jarðfræði einvherju sem er svo langt að ég get ekki borið það fram! En hann er ekki endilega fyrirmynd mín útaf þessum námsárangri en auðvitað vil ég líka ná svona langt í námi eins og hann. Það er líka annað sem gerir hann að góðri fyrirmynd; hann nefnilega drekkur ekki, reykir ekki og lifir heilbrigðu líferni. Hann er góður námsmaður, kurteis og góð manneskja. En engin er fullkominn og hann er það heldur ekki; eins og þið heyrðuð þarna áðan þegar ég var að segja frá honum að hann byrjaði ekkert svakalega vel í Háskóla og þurfti virkilega að standa sig í þessu námi. En afhverju vel ég hann sem fyrirmynd? Það er einfalt svar: hann er vímulaus, góður námsmaður og svo miklu meira, en hann varð líka fyrir valinu af því að enginn er fullkominn og maður á ekki að reyna að vera það, að reyna að standast undir einhverjum væntingum sem enginn getur standið undir er bara rugl, hver og einn á bara að vera það besta sem hann getur.
Takk fyrir mig, Inga Sara!
Fyrirmæli frá kennara
Verkefni
Ritunarverkefni frá kennara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.