Uppáhaldsstaðurinn

Uppáhaldsstaðurinn minn er á Mallorca.  Ég var þar með fjölskyldunni á einhverju hóteli sem ég man ekkert hvað heitir en var samt mjög þægilegt hótelWink.  Á daginn þegar maður vaknaði fékk maður sér morgunmat þarna sem var algjör snilld.  Maður fékk vöfflur með heitri skúkkulaði sósu, rjóma, og næstum bara öllu.  Maður gat líka fengið sér heit vínarbrauð, samlokur, morgunkorn og margt fleira. Hótelið var líka bara rétt við ströndina og það var alltaf heitt þar svo maður gat skellt sér í sólbað eða út í sundlaugina sem var á hótelinuCool.  Það var líka svona tækjasalur bara þarna rétt hjá og tennisvöllur svo að mér leiddist eiginlega bara aldrei.  Það var einhver lítil búð bara rétt hjá þegar maður fór út og þar keypti ég bestu donuts í heimi W00t.  Við kíktum á stærsta vatnsrennibrauta garðinn í Mallorca sem var algjör snilld.  Þar voru geðveikt margar rennibrautir þar og ég var að verða vitlaus þarna því þetta var algjör snilld.  Svo fengum við okkur bara að borða þarna geðveikt góða hamborgara.

Annars var ekkert mikið meira að gera þarna enda þarf maður ekki mikið meira.

 

Pálmi Wink                                     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband