Uppáhaldsstaður??

Þetta er erfitt... Ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhaldsstað frekar en mat, lit, flík eða hvað annað. Ég verð að segja að það fer mestmegnið eftir því hvernig mér líður hverju sinni.

Ég elska að ferðast til nýja staða en er það ekki bara heima er best ? Neei ég held ekki.. Ég hefði kannski valið mér einhvern fallegan stað í óbyggðum íslands en satt að segja hef ég ekki verið að fara í neinar villtar óvissuferðir. Þó ég láti verða að því í náinni framtíð bíst ég við. Á Íslandi finnst mér best að fara til Akureyrar. Ég veit ekki alveg af hverju. Mér líður vel þar eins og ég sé þá komin heim kannski af því ég bjó þar í æsku og ég á frábærar minningar þaðan og marga góða vini. 

En Ítalía er æðislegur staður. Ég held að minningin sé betri en upplifunin þegar ég pæli í því og það á bara við um allt. Allavega það er með bestu ferðum sem ég hef farið í egar við fórum til Ítalíu og það var með fjölskyldunni! (ég pabbi og bróðir minn litli) Við vorum þar í 3 vikur og það var stanslaust fjör. Það var líf og fjör í bænum aaallan sólahringinn fyrir utan í kringum heitasta tíma dagsins sem var þá 40° eða svo. Ítalarnir eru skemmtilegt og yndælt fólk. Það á kannski ekki við hvern einasta en almennt óvenju mikið kurteisari en ég hef vanist í hversdagsleikanum hér á Íslandi og heilsaði manni ef það sá mann aftur þó svo að við þekktum það ekki neitt og hefðum ekki haft nein samskipti yfir höfuð. Allir voru óvenju yndælir en kannski var það bara af því ég og Hrói vorum þá bara litlir saklausir glókollar.. Ég veit ekki af hverju Ítalía skarar fram úr af öðrum stöðum sem ég hef farið til. En það liggur bara í loftinu. Wink 

Síðan er alltaf gott að koma heim eftir langa ferð og hanga aðeins inní herbergi hitta vinina aftur. En eftir svona tvo daga langar mig bara aftur í út. Smile

Bloggari;Margrét Snæfríður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband