Uppáhaldsstaður já..
Ég held að það fari bara eftir því hvernig manni líður hverju sinni, hvernig maður upplifar einhvern stað á tilteknum tíma og metur út frá því..
Þegar ég hugsa um minn uppáhaldsstað kemst ég ekki frá því að hugsa um ærlegar verslunarferðir og huggulegheit á einhverju kaffihúsi. Þannig að ég myndi á einn hátt, lýsa mínum uppáhaldsstað sem svona krassandi verlsunar-maniu-mall ekki spörning, eins fáránlegt og það nú er :) Líkt og gamla góða Kringlan og Laugarvegurinn sem hafa fylgt manni frá blautu barnsbeini. Líka svona förnis stórar verslunarmiðstöðvar fyrir utan landssteinana, þar sem það liggur við að líði yfir mann í inngangnum við tilhugsunina að það er ef til vill ekki hægt að skoða í öllum búðunum!
Útlöndin setja alltaf sitt mark á þær upplifanir sem við höfum gengið í gegnum og situr fast í minninu sem einar af þeim allra bestu. Ég hef sjálf farið nokkrum sinnum út og aldrei hafa löndin brugðist mínum væntingum hingað til. Ef ég ætti greina eitt land frá hinum sem hið skemmtilegasta, myndi ég eflaust nefna Spán, með sínar seiðandi strandir og elskulegu Spaniolana sem eru alltaf jafn tilbúnir til að hjálpa manni í ýmsum tungumálakröggum. Ég hef líka verið dugleg við að heimsækja hann við og við og alltaf stendur hann fyrir sínu.
En þegar maður hugsar aðeins dýpra út í þetta, þá er Ísland manns uppeldisstaður og eitthvað sem er alltaf til staðar. Með brakandi brimið, súrt slátrið og yndisfríðum ungmeyjum. Heimur fjarri öðrum, óskiljanlegur túristunum og ber að nefna hversu margir þarna úti halda enn að við búum í snjóhúsum og erum enn á Spice Girls tímabilinu (þrátt fyrir það að þær eru komnar saman aftur, með sílikonpúða í barminum og hressari en nokkru sinni, þónokkrum árum síðar).
Þrátt fyrir allt er Ísland minn uppáhaldsstaður, hefur kennt mér nánast allt sem ég kann og skynja, og er ég þakklát fyrir það. Úr því að maður er hjá (ást)vinum og fjölskyldu og elst upp hérna er ekki annað í boði en að elska þennan stað.
Já, Ísland þú ert ansi ágætt.
Þar sem ég er á eftir öllum með þessa bloggfærslu líkt og seinast, segi ég þetta gott í bili
heyri í ykkur elskur;*,
-Aðalbjörg
Fyrirmæli frá kennara
Verkefni
Ritunarverkefni frá kennara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.