Minn uppáhaldsstaður

Það er lítill og góður staður í Árneshrepp á ströndum sem er fámennasti hreppurinn á landinu með í kringum 50 íbúa. Besta sundlaug í heimi er þar hún er hituð með hver sem er bara rétt fyrir ofan. Það er lítill bær sem að mamma mín fæddist á þar sem heitir Norðurfjörður. Norðurfjörður er bara smá fjörður sem að sést varla á landakorti. Rétt fyrir neðan bæinn er fjara sem að er hægt að leggja net í og það er hægt að veiða silung og lax þar. Í sumar þá var unnið að viðgerðum á fjárhúsunum. Þar sem að hluti af ættinni vann að viðgerðum á gólfi. En það endaði á því að fjárhúsið breyttist í góðan veislusal. Hér er linkur frá Ferðafélaginu um Norðurfjörð: http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_nordurfjordur.htm þetta er allt sem ég hef að segja um minn uppáhaldsstað.
Svo á ég annan uppáhaldsstað sem er bústaður Ölver sem er á milli Borgarness og Akraness ég fer a.m.k einu sinni á sumrin þangað með Ömmu, Afa og Óla frænda mínum. Það er mjög gaman þar við vinnum oftast í garðinum þar og förum í heita pottinn. Svo er hægt að fara í göngutúr eða í fjallgöngu þar. Ölver er alveg frábær staður til að eiga sumarbústað á (eins og amma og afi eiga). 

 

 

Heiðar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband