Uppáhalds staðurinn minn?

Uppáhalds staður segiru, ég held að það sé Bretland bara, þótt ég hafi bara farið þangað einu sinni í millilandarflugi þá hefur þetta land alltaf heillað mig. Breski hreimurinn er bara of sexy, og bara svo fágað land, mun allavegana reyna að kíkja í heimsókn þangað næstu árin, jafnvel flytja þangað einhvertíman líka.
Mér finnst Svíþjóð líka voðalega skemmtilegt land, og svo langar mig einhvertíman að fara til Rússlands eða Kúbu í Suður Ameríku.
Uppáhalds staðurinn minn getur líka verið heima í stofu að kúra með Edward og horfa á friends eða lost, það er meira svona þæginlegasti staðurinn. Og svo er líka alltaf gaman að skella sér til Reykjavíkur í bíó eða bara leigja mynd hér á Akranesi.
En það sem ég elska mest af öllu er að sofa og borða, að sofa í rúminu mínu eða borða pitsu,kók og franskar er einfaldlega yndislegt.
 

 
Salka kveður að þessu sinni
hittumst heil 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband