Nýja árið er allt í einu gengið í garð, 2008. Tíminn líður alltof hratt.
Maður áttar sig naumast á því, skyndilega er árið 2008 komið og skólinn byrjaður á ný. Áður en maður veit af þá er maður orðinn þrítugur og kominn með smágerðar hrukkur í kringum augun eins og vinur frænda vinar míns sagði.Ég naut án efa jólafrísins og snéri sólahringnum alveg við þar sem ég skrapp til Akureyrar að hitta fólkið. Ég er ánægð að nýtt ár er byrjað því ég ætla svo sannarlega að strengja áramótaheit.. T.d. ég ætla að læra heima og ná samræmdu prófunum. Ég ætla sérstaklega að taka mig á í stærðfræðinni.
Svo þó ég sé hætt í öllum íþróttum þá ætla ég að halda mér í hreyfingu. Kannski var það einhver ábending að ég fékk hlaupaskó og ræktarkort í jólagjöf... já og cintamani gönguskó.
Ég á góðar minningar frá seinasta ári. Sumarið var best. Toppurinn á árinu var án efa alheimsmótið sem við fórum með skátunum í júlí og ágúst. Það var æði og verður ekki gleymt. En ég tek mig svo sannarlega á, á nýju ári. Það er of oft sem maður segir það bara og gerir síðan fjarska lítið í því.. Enn ég ætla að hugsa um lífið dálítið eins og jóga.
Maður leggur á sig ákveðið erfiði og launar sér það síðan með því að slaka. Það er kannski furðuleg líking. En mér finnst erfitt að fara í frí með það í huga að ég náði lagði ekkert á mig fyrir prófin og fékk þar með ekki góðar einkunnir. Með það yfir mér þá get ég lítið um annað hugsað og þess vegna ekki skemmt mér eins vel eða slakað á yfir höfuð. Það er slæm tilfinning.
Seinasta júní fór ég í sumarfrí með góðar einkunnir og það hafði góð áhrif á mig. Þannig ég ætla að gera það sama í þetta sinn. Þó manni finnist langt í sumarið þá er það ekki það langt. Þegar allt kemur til alls þá er þetta það sem ég hef helst í huga núna, námið og skólinn því það veldur mér hugarangri. Það er erfitt að velja skóla, braut því maður verður að velja sjálfur á endanum... Kemur það ekki bara með tímanum? Það er erfitt að vera duglegur þegar maður vill frekar vera latur.
Þetta er allt það sem ég hef að segja um nýja árið. Takk fyrir það gamla.
Bloggari; Margrét Snæfríður
Fyrirmæli frá kennara
Verkefni
Ritunarverkefni frá kennara
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.