uppáhaldsstaðurinn minn (:

Ég get ekki valið úr mínum uppáhaldsstöðum! Smile 
Eitt af mínum uppáhaldsstöðum er að fara til útlanda með fjölskyldunni minni.
þegar að ég er þar þá versla ég eins og ég veit ekki hvað eins og næstum allar stelpur.
Og svo er næst besti uppáhaldsstaðurinn minn að vera hjá allri fjölskyldu minni á Blönduósi þá er ég að meina líka frænkur mínar og frændur sem eru náskyld mér.


Svo er uppáhaldsstaðurinn minn örugglega að vera bara heima með vinum mínum að horfa á mynd með þeim og gera eitthvað skemmtilegt með þeim.
Ég held bara að ég sé búin að segja ykkur frá uppáhaldsstöðnum mínum sem ég elska að vera á ! Smile

- Guðmunda Rán ;*


uppáhaldsstaðurinn minn

Uppáhaldsstaðurinn minn er á Raufarhöfn Hjá Pabba mínum. það er Uppáhaldsstaðurinn minn útaf það er gott og notalegt að vera þar. Þegar Ég kem þangað þá finnst eins og ég sé kominn heim  maður getur ekki get mikið þar maður getur verið lengur úti maður getur ekki gert allt þarna, mér liður bara miklu betra þar heldur en á stórum stöðum alltaf rólegt þarna rólegir krakkar þar   foreldrar mans vita hvar  maður er, maður sefur vel þarna allt hljótt heyrist ekkert i neinum bilum. maður fer i skólan fer svo heim að læra fer svo út með krökkunum þarna. Það er Féló þarna sem er alltaf 2 i viku flest allir krakkar fara þarna og þar tölum við bara saman um mart þetta er mjög litill staður en samt mjög notalegt að vera þarna. mer finnst mjög gott að koma heima og setjast í eldhúsið og tala við pabba.það er 1 sjoppa þarna og ég var oft með 3 vinkonum mínum og var alltaf að hjálpa þeim i sjoppunni og Búðinni:Svo kom maður heim og fór að læra og svo sofa þetta er Besti Staður sem hægt er að hugsa sér að vera á:D en ég á mer líka annan uppáhaldsstað sem er hjá systir minni i kópavogi:D hún a litla stelpu sem er 2 ára og farin að tala og allt saman gaman að leika við hana og svo spjallar maður alltaf við systir þegar stelpan er a leikskólanum:D þá tölum við systir mín mart saman förum stundum að versla og fl:D mjög gaman. Alveg frábært að fara til þeirra þegar maður hefur ekkert að gera og þegar kærastinn hennar er að vinna:D og svo kemur litla skvísan heim og þá fer maður að leika við hana og er að leika við hana alla daginn:D

 

-Jóna kolbrúnGrin

 


uppáhaldsstaðurinn minn

Uppáhaldsstaðurinn minn er mjög sérkennilegur, það er  garðurinn okkar reyndar gamla lóðin okkar við erum búin að flytja síðan þá og guð veit hvað þeir sem keyptu hann gerðu við hann.

Það var  að lifa þarna þegar maður var lítill. Það var líka lítill hundakofi þar þó að við ættum engan hund. Tvö stór tré stóðu yfir sitthvoru hliðinni af garðinum og við ræktuðum jarðaber, rabbabara og fleira á sumrin en á veturna var garðurinn þakinn í klaka og þá var mjög skemmtilegt þar, núna erum við búin að selja hann og fá okkur annan garð(og hús ofc.) ekki man ég eftir meira af þessum garð.

 

Bjargmundur E. E. 


Minn uppáhaldsstaður

Það er lítill og góður staður í Árneshrepp á ströndum sem er fámennasti hreppurinn á landinu með í kringum 50 íbúa. Besta sundlaug í heimi er þar hún er hituð með hver sem er bara rétt fyrir ofan. Það er lítill bær sem að mamma mín fæddist á þar sem heitir Norðurfjörður. Norðurfjörður er bara smá fjörður sem að sést varla á landakorti. Rétt fyrir neðan bæinn er fjara sem að er hægt að leggja net í og það er hægt að veiða silung og lax þar. Í sumar þá var unnið að viðgerðum á fjárhúsunum. Þar sem að hluti af ættinni vann að viðgerðum á gólfi. En það endaði á því að fjárhúsið breyttist í góðan veislusal. Hér er linkur frá Ferðafélaginu um Norðurfjörð: http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_nordurfjordur.htm þetta er allt sem ég hef að segja um minn uppáhaldsstað.
Svo á ég annan uppáhaldsstað sem er bústaður Ölver sem er á milli Borgarness og Akraness ég fer a.m.k einu sinni á sumrin þangað með Ömmu, Afa og Óla frænda mínum. Það er mjög gaman þar við vinnum oftast í garðinum þar og förum í heita pottinn. Svo er hægt að fara í göngutúr eða í fjallgöngu þar. Ölver er alveg frábær staður til að eiga sumarbústað á (eins og amma og afi eiga). 

 

 

Heiðar 


uppáhaldsstaðurinn minn

Uppáhaldsstaðurinn minn er hjá afa og ömmu. Það er uppáhaldsstaðurinn vegna þess að það er svo rólegt og notalegt að vera þar, það er alltaf slökkt á sjónvarpinu hjá þeim þannig að það er mun rólegra hjá þeim heldur en heima. Svo er líka bara notalegt að setja í eldhúsinu að spjalla við ömmu og setja við borðið í borð stofunni að spila við afa. Ég fer oft með þeim í bíltúr og svona, fer oft með ömmu svona hingað og þanagað sem er bara fínt.Já ég á mér líka annan uppáhaldsstað og ætla að segja ykkur pínulitið frá honum það er hjá systir minni, mér finnst mjög gaman að vera þar. Hún á tvær litar stelpur sem hafa mjög gaman af lífinu;) mér finnst bara mjög gaman að vera þarna og halda systir minni félagsskap á meðan stelpurnar eru í leikskóla og hjá dagmömmu og kærastinn í vinnunni. Ég passa líka mjög oft fyrir hana sem er alveg frábært já þetta eru 2 uppáhaldsstaðirnir mínir og hellingur af fleiri stöðum sem ég gæti sagt ykkur frá en ef ég mundi gera það þá mundi ég vera í heila eilífð að skrifa það niður.

Nína-:)


Uppáhalds staðurinn minn

Ég atla skrifa um uppáhaldstaðinn minn. Ég veit ekki alveg hvar það er. En mér finnst öruglega skemmtilegasti staðurinn sem ég hef farið á  örugglega kanarý eyjar eða eyjan fuerte ventura. ég fór þangað þar seinasta sumar og það var alveg ágætt.

Kv. Hinni
Wizard

uppáhalds staður

Minn uppáhalds staður er heima hjá mér hérna á Akranesi. Ég á bestu vini í heiminum, ég get ekki hitt þá eins oft og ég vildi geta í sumar og eitthvað eftir að, því ég er að fara að flytja til Hveragerðis júní. Ég æfi með góðu fótbolta liði hérna á Akranesi, en í Hveragerði, þar er ekki eins gott lið Errm.  ég bara elska Akranes, því hér er allt til staðar, t.d. eins og verslanir, hér eru komnar Cheyenne, Bt, Subway, Krónan, Bónus, bíó, 4 sjoppur ofl.. en nei nei í Hveragerði eru 4 sjoppur, bónus og Mín matvöruverslun. ekkert meira. en reyndar þá á ég þó nokkra vini í Hveragerði. má sennilegast fá krossara þegar ég flyt þangað :D. á alla mína ætt í Hveragerði og Reykjavík. næst uppáhalds staðurinn minn er í Hveragerði hjá ömmu og afa. ég veit bara ekki um hvað fleira ég á að skrifa.

 

- óli Jósef 


Uppáhaldsstaðurinn minn

Uppáhaldsstaðurinn minn er einfladlega bara rúmið mitt og heima hjá kærustuni,mér finnst rúmið mitt uppáhaldsstaðurinn minn af því mér finnst gott að sofaSleeping.

 

Svo finnst mér líka þægilegt að vera heima hjá kærustuni því það er svo rólegt og þægilegt að vera heima hjá henni.

 

Frans Jósef.


Uppáhaldstaðurinn minn!!

Uppáhaldsstaðurinn minn er nú bara herbergið mitt.  Af því enginn fer inní það nema ég og náttúrulega mamma þegar hún er að koma með föt annars er það bara svona mitt svæði. Þegar ég er þar þá fæ ég frið fyrir öllum enginn að pirra mig, engin lítil systkini Wink það er stundum gott að fá smá næði og ef ég vil næði þá fer ég bara í herbergið mitt. Liturinn í herberginu mínu er svo þægilegur ef þið fattið hvað ég meina, enda er herbergið mitt á litinn eins og uppáhalds liturinn minn sem er neon grænn.  Kærasti minn er eiginlega eini sem fær að fara inn í herbergi mitt  Halo Og þarna uppáhaldsstaðurinn inní herberginu mínu er að lúlla uppí herbergi með Sigurði.  

Síðan finnst mér líka gaman að skella mér til Reykjavíkur að versla og bara skoða og svona. Og síðan finnst mér líka gott að fara til Keflavíkur það er svona allt örðuvísi en Akranes einhvern eigin  miklu þægilegra mér finnst það. Bara fólkið allt örðuvísi og shit. Mér líður bara betra þegar ég er í Keflavík þar kemur fólk örðuvísi fram við mig sérstaklega strákarnir eheh.. Það er öruglega ekki allir sammála mér sumir halda bara að þetta sé einhver dópistabær og bara klikkað fólk það er ekki satt. En jamm þetta eru uppáhaldsstaðirnir mínir

 En bæjó =*

Maríanna  


 

 


Uppáhalds staðurinn minn?

Uppáhalds staður segiru, ég held að það sé Bretland bara, þótt ég hafi bara farið þangað einu sinni í millilandarflugi þá hefur þetta land alltaf heillað mig. Breski hreimurinn er bara of sexy, og bara svo fágað land, mun allavegana reyna að kíkja í heimsókn þangað næstu árin, jafnvel flytja þangað einhvertíman líka.
Mér finnst Svíþjóð líka voðalega skemmtilegt land, og svo langar mig einhvertíman að fara til Rússlands eða Kúbu í Suður Ameríku.
Uppáhalds staðurinn minn getur líka verið heima í stofu að kúra með Edward og horfa á friends eða lost, það er meira svona þæginlegasti staðurinn. Og svo er líka alltaf gaman að skella sér til Reykjavíkur í bíó eða bara leigja mynd hér á Akranesi.
En það sem ég elska mest af öllu er að sofa og borða, að sofa í rúminu mínu eða borða pitsu,kók og franskar er einfaldlega yndislegt.
 

 
Salka kveður að þessu sinni
hittumst heil 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband