Fyrirmynd?

Ég á mér nú enga fyrirmynd....  En ef ég á að nefna einhverja þá verð ég bara að nefna Terry Pratchett sem er besti rithöfundur í heimi (sem ég veit af að minnsta kosti) og Jhonen Vasques. En svona í næsta nágrenni þá myndi ég segja afi minn sem hefur unnið eins brjálæðingur síðan hann var ungur og er málarameistari en er forstjóri í Sementverksmiðjunni í dag. Hann er mjög rólegur og kann ekki að vera reiður eða pirraður. Nema þegar einhver keyrir hægt fyrir framan hann þá breytist hann í ofurhetjuna....Ökuníðing!!!

Fyrirmyndin mín - Lea

Ég á mér eiginlega enga sérstaka fyrirmynd,en það er alveg einhverjir sem ég lít upp til, en ég verð að skrifa um einhverja þá ætla ég bara að velja að skrifa um stóra bróður minn hann Halldór. Hann er tveimur árum eldri en ég og er í Fjölbrautarskólanum á Akranesi á Náttúrufræðibraut. Hann er og hefur alltaf verið ótrúlega góður bróðir frá því að við vorum lítil. Hann er alltaf til í að hjálpa mér með hvað sem er og skuttla mér hvert sem ég þarf. Ég vel hann sem fyrirmyndina mína, eða manneskju sem ég lít upp til af því að hann styður mig alltaf og er svo góður við mig;D.


Valgerður S;)

Hææ Valgerður hér, ég á mér nú eiga sérstaka fyrirmynd en ef að á að vara einhver þá er það hún systir mín hún heitir Elísabet Stefánsdóttir. Hún er það örugglega bara af því hún er bara dugleg að læra.

þegar ég vara lítill þá hermdi ég eftir henni hvað sem hún gerði, ég veit að ég hefði ekki þolað mig en hún er enn á lífi(hehehe). En það er bara komið í bili

takk fyirir takk  


Fyrirmyndin mín :)

Fyrirmynd er eitthvað sem ég held að allir ættu að hafa í lífi sínu; ef maður hefur enga fyrirmynd þá er auðvelt að villast af réttu brautinni í lífinu en svo eru náttúrulega til fyrirmyndir sem haga sér illa. Það eiga sér öruglega allir einhverja fyrirmynd, hún þarf ekki endilega að vera opinber persóna heldur getur líka verið einhver sem er skyldur manni eða einvher sem maður þekkir. Kvikmyndastjörnur, söngvarar, fótboltamenn og fleiri opinberar persónur eru líka fyrirmyndir. Þess vegna er mjög mikilvægt að svona fólk taki þetta alvarlega og hagi sér vel. Það fellst mikil ábyrgð í að vera fyrirmynd og það geta ekki allir axlað þá ábyrgð, því miður. En nóg um þetta ég er hérna til að segja ykkur fólkinu þarna úti hver er fyrirmynd mín. Fyrirmyndin mín er hann elskulegi frændi minn Ívar Örn Benediktson. Ívar er bróðir móður minnar og þar með sagt frændi minn. Hann er fæddur á því herranns ári 1978 og þá að verða þrítugur á þessu ári. Hann er þá 14 árum eldri en ég og við erum svona hálfgerð systkini eða við högum okkur allavega þannigHalo Hann var ansi fjörugur hérna í gamladaga og æfði fótbolta. Mikill íþróttamaður hérna á ferðinni. Hann stundaði skóla af svona ágætum áhuga og stundaði nám við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann fór á íþróttabraut afþví hann "vildi ekki  fara í stærðfræði." Þau mistök ætla ég nú ekki að gera heldur velja skynsamlega. En hann útskrifaðist sem sagt úr Fjölbraut 1998 (held ég)Whistling Svo var komið að háskóla og þá ákvað hann að fara í landafræði og kom þarna í tíma alveg eins og ég veit ekki hvað og engi hafði trú á að hann gæti þetta, drengurinn. En allt kom fyrir ekki og það svoleiðis rættist úr honum og nú er hann bara að klára doktorinn í Ísaldar-náttúru-jarðfræði einvherju sem er svo langt að ég get ekki borið það fram! En hann er ekki endilega fyrirmynd mín útaf þessum námsárangri en  auðvitað vil ég líka ná svona langt í námi eins og hann. Það er líka annað sem gerir hann að góðri fyrirmynd; hann nefnilega drekkur ekki, reykir ekki og lifir heilbrigðu líferni. Hann er góður námsmaður, kurteis og góð manneskja. En engin er fullkominn og hann er það heldur ekki; eins og þið heyrðuð þarna áðan þegar ég var að segja frá honum að hann byrjaði ekkert svakalega vel í Háskóla og þurfti virkilega að standa sig í þessu námi. En afhverju vel ég hann sem fyrirmynd? Það er einfalt svar: hann er vímulaus, góður námsmaður og svo miklu meira, en hann varð líka fyrir valinu af því að enginn er fullkominn og maður á ekki að reyna að vera það, að reyna að standast undir einhverjum væntingum sem enginn getur standið undir er bara rugl, hver og einn á bara að vera það besta sem hann getur.

 

                          Takk fyrir mig, Inga Sara! 


Fyrirmyndar menn

Fyrirmyndir eru öllum mikilvægar, sumir breyta líkama og hegðun til að líkjast fyrirmyndum sínum. Fyrir mér var Arnold Schwarzenegger flottastur og bestu allra, þar rétt á eftir koma Jón Páll Sigmarsson og Sylvester Stallone en samt aðallega fyrir leik sinn í 'Rocky' myndaseríunni og 'Rambo'. Ég hef dýrkað Arnold frá 5 ára aldri, þá þekkti ég hann sem Vélmenna Manninn, 'The Terminator, og ósk mín var að verða eins og hann, en á þeim aldri hafði ég aldrei heyrt talað um stera. Mikið rétt allar fyrirmyndir mínar hafa misnotað stera á einn eða annann hátt, og þykir mér það mjög leitt því ég ætla aldrei að nota stera. Aðeins 7 ára fann ég fjögurra laufa smára og óskaði ég þess að verða sterkasti maður í heimimum, mig langar það ennþá en það er bara svo margt sem fylgir því s.s. vöðva slit, tognanir og svo sé á það minnst þá nota flestir ef ekki allir þessara manna stera, og það í miklu magni. Þannig nú hef ég séð hinn raunverulega veg vaxtar- og líkamsræktar manna og þann veg vill ég ekki fara, þó svo að ég þrái vöðva líka þeim sem Arnold bar á sér vill ég ekki þurfa að nota þau efni sem þar á eftir fylgja. Nú er minn draumur ekki lengur að hljóta 'Mr. Olympia' eða 'World's Strongest Man' titlana heldur vill ég frekar vinna heimsmeistara titil (helst í þungavigt) í hnefaleikum. Þá er nóg komið af íþróttum, ég sækist einnig í fyrirmyndir annarsstaðar en bara í vöðva stærð og styrk, lengi vel hefur Al(phonse) Capone verið stór í mínum augum. Mafíur og glæpastarfsemi er eitt af mínum áhugamálum. Jafnvel þó að ég gæti aldrei myrt neinn af neinni ástæðu, sérstaklega ekki af því að hann gleymdi að borga Alla, hefur mig alltaf langað að vera einn af þeim. Svo er einn sem er kannski ekki eins þekktur og hinir, Fabio Quaradeghini, ef til væri sá titill myndi hann hljóta 'Reiðasti Maður Ársins'. Hann kennir hnefaleika og er það hans taktík að öskra og blóta, sem virkar ansi vel því allir hans nemendur hlusta og hlýða honum.

Playboy

Fyrirmynd mín er Playboy gaurinn Hugh Hefner                    

Hann byrjaði með Playboy þegar hann var 19 ára en fyrst var hann með svona klám sögur og núna í dag er hann 80 ára gamal og á flottustu kærustur sem hægt er að fá og er með þeim virtustu mönum í heimi og sá ríkasti.

ástæðan sem ég valdi hann það vilja allir vera hannCool     

kv. dusi W00t


Fyrirmyndin mín.

hmm, fyrirmyndin mín er pottþétt frænka mín, Silvía Hlynsdóttir.
Hún er bara svo æðisleg, alltaf svo almennileg, ég hef bara aldrei sérð hana í vondu skapi.
Hún hefur alltaf verið dugleg , hún spilar á trompet og vegna þess er hún að túra með Björk, fer til margra landa og stórra borgra að spila og ásamt stelpum sem eru þar líka með.

Ég fór einmitt á fyrstu tónleikana með þeim áður en túrinn byrjaði, þau byrjuðu á íslandi og enda hér líka. Það var geeðveikt, svo flott, mismunandi búningar, rosalega flott og fuuullt af útlendingum sen komu hingað bara til að fara á tónleikana.

En já, hún er bara svo æðisleg og dugleg  og þess vegna er hún mín fyrirmynd.

file:///C:/Documents%20and%20Settings/karolina92/My%20Documents/My%20Pictures/l_528c546fed95e6a99bb133dabf062f20.jpg

Svo er það líka Mamma (Unnur Alexandra).
Hún er í háskóla á Bifröst, og þótt hún hafi ekki orðið stúdent þá fór hún samt í háskóla og
stendur sig frábærlega, ég er bara svo stolt af henni.
Svo er hún líka bara svo æðisleg mamma :D;*

file:///C:/Documents%20and%20Settings/karolina92/My%20Documents/My%20Pictures/fag.bmp

 

- karó.


fyrirmynd allra:)

Ég á ekki beinlínis fyrirmynd en ég hef þó einhvern sem ég lít upp til og mér finnst eins og allir ættu að gera hið sama. Thom Yorke er aðal-fyrirmynd mín vegna þess að hann er ekki bara góður tónlistamaður og er í uppáhalds hljómsveitinni minni Radiohead. Heldur er hann einnig friðarsinni þá líka 'jarðar'friðarsinni honum þykir vænt um jörðina og það er eins og boðskapur hans segi að við skulum skila jörðina í jafn góðu ástandi og við komum að henni. Hann tók þátt í 'Do They Know It's Christmas' góðgerðarlaginu árið 2004. Hann ásamt Radiohead hafa oft spilað á 'góðgerðartónleikum' ef ég ætti að kalla það það. Fyrir td. Amnesty International og Friends of the Earth. M.a.o hefur hann unnið með Björk (lagið I've seen it all).En þessi maður hefur nú gert tilveruna all skárri hjá fólki í tónlistinni, ég er meðal þeirra. Þetta er ekki hinn týpískasti tónlistarmaður, það er eitthvað svona sérstakt við Radiohead. Mér þætti ekkert betra en að fá að hitta Thom Yorke augnlits og fá að komast að því hvað er inní honum(huganum). Hann er stórmerkilegur náungi. Og ef þið hafið ekki heyrt í Radiohead. Þá er það bara skamm og flenging. Radiohead er besta hljómsveit í heimi. Thom er besta fyrirmynd fyrir öll börn sem eru að fullorðnast. Ekkert ofbeldi. Við og okkar jörð höfum ekki efni á því. Wink

dömur og herra ég kynni Thom Yorke.

- Ólöf Eir 

400px-Thom_Yorke

 

 

 


Margrét Snæfríður bloggar

Ég á mér enga sérstaka fyrirmynd. Ég hef hugsað um það en það hafa allir galla eru það kannski gallarnir sem mynda fyrirmyndina ? Fólk sem ég þekki til, eru fyrirmyndir mínar að ákveðnu marki. En kannski ef ég myndi raða þeim saman þá kæmi hin fullkomna fyrirmynd... Fólkið í kringum mig eins og mamma sem er svo mjög gáfuð, skynsöm, hógvær og góð. Pabbi sem er góður, rólegur og virðist engar áhyggjur hafa. Vinkona mín sem er svo ótrúlega dugleg og skynsöm. Ég lít upp til þeirra.

Ef ég gæti raðað þessu saman í eina manneskju og fleira fólk sem ég þekki til sem ég lít upp til og hefur kannski þennan góða kost sem ég hef fyrir galla. Eins og þegar ég á til að vera kærulaus eða óskynsöm. Fyrirmyndin mín myndi vera á undan sinni samtíð í hugsun og vera hamingjusöm. Ef hún höndlar áhyggjurnar, er sama um það sem öðrum finnst, þekkir sjálfan sig, er hógvær, er góð við náungann og nýtur bara lífsins.

Semsagt án efa, fyrirmyndin mín er Harry Potter


Fyrirmyndin min - Baldur=)

Fyrirmyndin mín er hljómsvetin Blink182. Meðlimir hljómsveitarinnar búa í Bandaríkjunum, úthverfum San Diego. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Tomas Delonge , Mark Hoppus og Travis Barker.

Tomas Delonge syngur og spilar á gítar, hann 33 ára í dag og er genginn í aðra hljómsveit sem nefnist Angels and Airwaves. Mark Hoppus spilar á bassa og syngur , hann er 35 ára í dag. Travis Barker hann er trommari hljómsveitarinnar og er á sama aldri og Tom Delonge. Hoppus og Barker eru nú saman í ljómsveit sem kallast +44.

Þrátt fyrir aldur þeirra þá haga þeir sér eins og þeir séu ennþá í menntaskóla. Þeir spila frekar einföld og skemmtileg lög því það er erfitt að spila og syngja í einu.

Tónlistin þeirra er  mjög skemmtileg og kemur mér alltaf í fínt stuð. Þeir eru líka svo frjálsir , gera það sem þeir vilja það lætur manni finnast vera frjáls líka.

 

kv. BaldurCool


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband